Ekkert barn útundan!

Ekkert barn útundan

Hjálparstarf kirkjunnar veitir börnum og unglingum sem búa við fátækt styrk til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs. Við trúum því að öll börn eigi jafnan rétt á að blómstra í námi og tómstundum, óháð efnahagslegri stöðu foreldra þeirra. 

Hjálpaðu til og leggðu okkur lið með því að velja upphæð og skrá þig. Við stofnum eingreiðslukröfu í heimabankanum þínum. 

    3500 kr.7000 kr.14000 kr.Upphæð að eigin vali


    Hjálparstarf kirkjunnar veitir börnum og unglingum sem búa við fátækt styrk svo þau geti stundað íþróttir, listnám og tekið þátt í tómstundum. Við trúum því að öll börn eigi jafnan rétt á að blómstra í námi og tómstundum, óháð efnahagslegri stöðu foreldra þeirra.

    Leggðu okkur lið með því að velja upphæð og skrá þig og við stofnum eingreiðslukröfu í heimabankanum þínum.

    Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar barnafjölskyldur allan ársins hring. Upphaf skólaársins er oft tími mikilla útgjalda sem getur verið kvíðvænlegt og þungur baggi fyrir barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör. Í upphafi hausts fengu fleiri en 200 grunnskólabörn skólatöskur, ritföng, nestisbox og vetrarfatnað frá Hjálparstarfinu. Hjálparstarf kirkjunnar stendur nú fyrir söfnun fyrir styrkjum barna efnaminni fjölskyldna til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundarstarfs.

    Íþróttaiðkun og tómstundir eru stór þáttur í lífi barna á grunnskólaaldri. Fyrir utan að öðlast færni og hafa gaman, skiptir slíkt starf utan skólatímans mjög miklu máli fyrir félagslegu hliðina í lífi barna og ungmenna. Hjálparstarf kirkjunnar veitir börnum og unglingum yngri en átján ára styrk til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs.

    Með því að leggja okkur lið gerir þú okkur kleift að hjálpa börnum, sem búa við fátækt, að eflast í lífi, leik og starfi til jafns við önnur börn. Við trúum því að öll börn eigi jafnan rétt á að blómstra í námi og tómstundum, óháð efnahagslegri stöðu foreldra þeirra.

    Þinn stuðningur skiptir okkur öllu máli!